Sjúkranuddarafélag
Íslands

Um félagið

Sjúkranuddarafélag Íslands var stofnað 1981 en lög um sjúkranudd voru samþykkt á Alþingi árið 1987.

Sjúkranuddarar starfa á eigin stofum, heilsuræktarstöðvum, sjúkraþjálfunarstofum og Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði.
Einnig hafa sjúkranuddarar starfað á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum.

Það er markmið félagsins að afla sjúkranuddi sömu virðingar og viðurkenningar og það nýtur í öðrum löndum innan vestrænna læknavísinda.

Starfsleyfaskrá Landlæknis heldur utan um löggilta sjúkranuddara.

Samkvæmt 2. grein laga Sjúkranuddarafélags Íslands er tilgangur þess:

  • Að vinna að hagsmunamálum félagsmanna, vernda réttindi þeirra og beita sér gegn hvers konar misrétti í launagreiðslum og starfskröfum.

  • Að vinna að bættri heilbrigðisþjónustu í landinu.
    Að vinna að samstöðu félagsmanna og efla samheldni stéttarinnar m.a. með útgáfustarfsemi, fræðslufundum, skemmtunum og annarri félagsstarfsemi.

  • Að stuðla að aukinni og bættri menntun félagsmanna og endurmenntun.

  • Að annast gerð kjarasamninga fyrir félagsmenn og standa vörð um áunnin réttindi.

  • Að stuðla að samstarfi við hliðstæð samtök innanlands og utan.

  • Að mennta og þjálfa trúnaðarmenn félagsins.

  • Að gæta virðingar stéttarinnar og vera málsvari hennar.

  • Að gæta að öðru leyti hagsmuna og réttinda félagsmanna varðandi störf þeirra og koma fram fyrir þeirra hönd.

Nánar um lög og siðareglur félagsins.