Spurt og svarað

 
  • Sjúkranudd felur í sér klínískt mat, meðferðir og forvarnir á mjúkvefjum og liðum líkamans með beinni meðhöndlun til að bæta eða viðhalda eðlilega virkni og lina sársauka.

    Gjarnan eru vatns- og hita meðferðir notaðar ásamt sænskum nuddaðferðum. Sjúkranuddari getur einnig mælt með ýmsum endurhæfingaræfingum eftir þörfum hvers og eins.

    Í stuttu máli er það nudd í lækningaskyni.

  • Já, sjúkranudd er ein af 35 heilbrigðisstéttum með lögverndað starfssvið á Íslandi sem viðurkennt er af Embætti Landlæknis. Því má engin starfa sem né auglýsa sig sem sjúkranuddari án starfsleyfi frá Embætti Landlæknis.

    Hægt er að ganga úr skugga um að viðkomandi meðferðaraðili sé löggiltur á vef Landlæknis.

    Einstaklingur sem klárað hefur nám í sjúkranuddi þarf að sækja um starfsleyfi áður en hann hefur starf.

    Hægt er að sækja um starfsleyfi hjá Landlækni hér.

  • Klára þarf minnst 2200 tíma samfellt nám í sjúkranuddi á háskólastigi til að öðlast réttindi sem sjúkranuddari á Íslandi.

    Námið byggist meðal annars á líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði og hreyfingarfræði ásamt kennslu í skoðun og mati á líkamlegu ástandi sjúklings, viðeigandi nuddaðferðum og æfingum.


    Embætti Landlæknis ásamt stjórn Sjúkranuddarafélag Íslands metur hvort ákveðnir skólar standast undir þeim kröfum sem settar hafa verið hér á landi.
    Á Íslandi eru enn sem komið er engir skólar sem bjóða upp á nám í sjúkranuddi en viðurkenndir skólar eru að finna í Kanada og Þýskalandi.

    Síðastliðin ár hafa félagsmenn lokið námi við Canadian College of Massage & Hydrotherapy og Ludwig Fresenius Schulen.


    Listi yfir viðurkennda sjúkranuddskóla í Kanada
    Listi yfir viðurkennda sjúkranuddskóla í Þýskalandi

  • Kostnaður fer eftir lengd og tegund meðferðar, en þó er gott að hafa nokkra hluti í huga:

    ○ Sjúkranudd er undanþegið virðisaukaskatti.

    ○ Sjúkrasjóðir flestra verkalýðsfélaga taka þátt í kostnaði.

    ○ Tryggingastofnun ríkisins greiðir ekki niður kostnað við sjúkranudd.

    ○ Sum tryggingarfélög greiða fyrir sjúkranudd með tilvísun frá lækni ef um meðferð eftir slys er að ræða.

    ○ Alltaf er hægt að biðja um reikning frá sjúkranuddara eftir meðferð.

  • Hafi heilbrigðisstarfsmaður brotið af sér er mikilvægt að tilkynna atvikið sem fyrst. Þá fer í gang ferli hjá siðanefnd sem tekur til viðeigandi aðgerða.

    Sé meðferðaraðilinn sjúkranuddari er hægt að hafa samband við Sjúkranuddarafélag Íslands hér.

    Einnig er hægt að senda inn kvörtun til Embætti Landlæknis hér.